blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, júlí 27, 2007

Lesalesa

Lítið búinn að gera í dag. Búinn að vakna, sofna, vakna ekki og sofna svo meira og vakna. Ætla að éta eitthvað núna. Grilla hamborgara. Fuss vil ekki sjá gasgrill. Kolagrill gefa miklu betra bragð af ketinu sem verið er að grilla. Djöfuls gasgrillvæðing þetta er.
Svo hef ég veriðað lesa bók sem skrifuð er um Sævar Ciesielski. Hún ber heitið "Stattu þig drengur" og er skrifuð á þeim tíma sem Sævar sat inni fyrir Geirfinns og Guðmundarmál. Þar segir Sævar frá lífshlaupi sínu, æskuárunum, dvöl sinni á Breiðuvík og rannsókninni á þeim málum sem hann sat inni fyrir. En eins og allir vita þá var sú rannsókn algjör steipa og ekki fótur fyrir neinu sem átti að hafa átt sér stað í þessum málum. En ég nenni ekki að fara út í þá sálma hér. Ég tel a.m.k. að það hafi eitthvað mikið verið að hjá þeim sem sáu um þessar rannsóknir.
En svo eru þarna viðtöl við fólk sem þekkir Sævar og eitthvað fleira fólk sem tengist honum á einn eða annan hátt.
Svo er ég búinn að bæta vil hlekk á síðunni en það er línkur á hinn þjóðkunna Arthur.
Mig langar í sígarettu.

Engin ummæli: