blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, ágúst 05, 2007

Hvorki Bubbi né pólskar pylsur

Ég prufaði að gefa hinum ógeðslegu pólsku pylsum annan séns. Ég henti þeim á grillið og át. Nei, ekki kaupa þetta. Það er alveg sama hvað þú gerir við þetta þetta er alltaf jafn vont. Svo og ropbragðið á næstu klukkutímana á eftir.

Hvað haldiði nú ? Ég ætlaði að sækja eitthvað af lögum með Bubba Morthens á netinu og skoðaði gaumgæfilega lögin sem í boði voru. Nei nei ég er bara kominn með ógeð á þessu öllu. Ég einhvern veginn tók út mitt Bubbatímabil spilaði allt með honum sem tönn á festi og er bara kominn með ógeð á því öllu eins og það leggur sig vegna þess að ég nauðgaði því. Það vill brenna við hjá manni. Einu sinni var ég alltaf að hlusta á Bítlana og Lennon. Kominn með ógeð núna. Æi þetta verður svona þegar búið er að spila sama stuffið hundraðmilljóntrylljónsinnum.

Hvað er þetta með sumt fólk. Ef A vill ekki hafa B í garðinum sínum þá segir A "farðu heim til þín" Ef ég vil ekki hafa einhvern í garðinum mínum, fjósi eða refahúsi þá hefði ég hefði nú frekar sagt "Farðu eitthvað annað". Ég vil ekki ráðskast með fólk utan við mín hús, lóð eða landareign. Ef ég vil ekki hafa einhvern nálægt mér og ég bið hann að fara þá skiftir það mig ekki neinu máli hvert hann fer. Hann má fara heim, í sjoppuna eða upp í heiði fyrir mér. Betra væri nú samt ef viðkomandi færi í rassgat því að ef ég bið einhvern að fara af mínu umráðasvæði eða bara bið viðkomandi um að vera ekki nærri mér þá er það líklega af því að mér leiðist viðkomandi.
En ég er ekkert að skipa honum að fara heim til sín. Það er svo vitlaust.

Engin ummæli: