blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, ágúst 10, 2007

Sú rauðhærða og getraun

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Sem mikill aðdáandi rauðhærðu afturgöngunar tók ég mig til og horfði á myndina. Fékk pantaðan tíma til þess arna hjá Rúv og plataði Írisi til að horfa á hana með mér(ég þorði ekki einn). Ég reyndi nú að teyma Símon á augnlokunum til að fara með en hann þorði bara alls ekki að fara og þar við sat. En ég fór þarna í Rúvhúsið og sá allskonar lið eins og Boga fréttaþul, Óla Palla, Jónas Jónasson og aðra svipaða jólasveina.
En afturgangan, já. Mikið djöfull fannst mér hún alltaf jafn ógeðsleg. Helvítis óhræsið. Það var mesta ólán að ég skyldi sjá myndina þegar ég var krakkaskítur. Maður var alltaf að drulla í buxurnar af hræðslu og ekki bætti úr skák að sumir voru alltaf að hræða mann á þessu. Merkilegt hvað það tókst nú alltaf vel til. En hér að neðan er svo gáta. Sé til hvort það verða verðlaun.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Hvaða hjónakorn eru þetta ?

Engin ummæli: