blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

Fóstbræður Rabbabari og TaB

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég hef nú hér í dag og í gær verið að dunda mér við að horfa á Fóstbræður á youtube og á spólum sem ég hef haft undir höndum. Flest er nú helvíti gott í þessu en annað er nú alveg út úr öllum kortum og sumt skilur maður bara ekki. Jæja, en það er samt hægt að hlæja af því vegna þess að það er svo vitlaust. En gallinn við fóstbræður finnast mér vera þessir útúrteygðu og langdregnu sketsar eins og kynþáttafordómar, heimsókn til Kidda safnara eða Þegar dekkið springur á bílnum hjá Þorsteini Guðmunds og hann leitar hælis á sveitabæ þar sem allt heimilisfólkið er geðveikt. Það er gott hugmyndarflug í þessum sketsum og þeir eru vandaðir en sketsar eiga bara að vera stuttir. Jæja ég skal ekki segja. Misjafn er smekkur manna.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Grillaða hamborgara hef ég verið að leggja mér til munns þessa dagana. Ætla að grilla mikið um helgina líka. Hamborgara og pylsur. Ég hugsa að ég muni gefa hinum ógeðslegu pólsku pylsum annan séns. Máski að þær séu betri grillaðar. Verst þykir mér að TaB sé ekki fáanlegt lengur. TaB var skársti sykurlausi kóladrykkurinn. Jæja en fólk er fífl og vill ekki sjá það sem gott er. Drekkiði meira kók og pepsí með sykri. Þetta eru afurðir úr helvíti.
En nú ætla ég að fara út í garð og ná mér í Rabbabara sem ég dýfi svo í sykur áður en ég ét hann. Ég var líka að spá í að fá mér vindil núna.
Lifi TaBið.

Engin ummæli: