blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, mars 21, 2008

YESSS...... Dylan kemur á klakann. Frábært.

Jeiii Bob Dylan ætlar að þenja raddböndin fyrir Íslendinga í Egilshöll þann 26.maí næstkomandi og það er æðislegt þar sem ég verð í útlöndum akkúrat á þeim tíma. Innilega er það ALVEG típíst að ég missi af þessu. Reyndar ætlar Dolly Parton að vera með tónleika þegar ég verð í Orlando. Er að spá í að skella á það dæmi mér til sárabótar. En miðað við velgengni mína við að komast á tónleika síðustu árin þá tel ég meiri líkur á að Dollý fái loftstein í hausinn og drepst áður en ég næ á tónleika með henni. Vona að hún hafi háa líftryggingu.

Engin ummæli: