blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, ágúst 28, 2008

Leiðindi

Þetta sumar hefur nú varla verið gott. Jú það lofaði góðu í enda Maí þegar ég fór með konu og barni ásamt fleirum til Flórída. Var svo í Júníbyrjun farið á norðurlandið þar sem ættingjar og gamlir sveitungar voru heimsóttir. Svo þegar Júlí startaði var farið að Svignaskarði í vikudvöl í sumarbústað til afslöppunar. Það var mjög gott. En svo þegar hallað hefur á seinnipart sumarsins hafa mjög leiðinlegir atburðir átt sér stað. Mamma og Pabbi ákváðu að slíta samvistum eftir 30ára sambúð. Einnig voru bróðir minn og mágkona að splútta samvistum eftir langt hjónaband og ofan á það gekk vinafólk okkar Írisar einnig frá sínum skilnaðarskjölum. Um verslunarmannahelgina fékk ég svo þær fréttir þegar ég var í tjaldferðalagi með fólkinu mínu að góður félagi minn úr 12sporabransanum, maður sem mér þótti afar vænt um, væri látinn eftir mikla baráttu við krabbamein. Þar á eftir fékk vinafólk okkar þau válegu tíðindi að dóttir þeirra hefði látist af slysförum út í Svíþjóð.
Yfir þessu öllu saman er ég ákaflega hryggur og hafa síðustu vikur verið tilfinningalega átakanlegar. En að geta verið til staðar fyrir þá sem manni þykir vænt og að vera hæfur til þess að geta hlúð að þeim um getur gefið manni ótrúlega mikið. Sjálfur reyni ég að horfa fram á veginn og lifa í núinu og nota þessi andlegu verkfæri sem mér voru færð í AA samtökunum.
Nightwish - Frozen

Engin ummæli: