blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, september 25, 2008

Dísus

Christurinn maður(eða Chryslerinn eins og Snúður segir alltaf). Ég er nú að lesa Ísfólksbækurnar. Oftast er þetta nú afar spennandi og skemmtilegt en svo eru heilu og hálfu bækurnar svo steindauðar og leiðinlegar að ég myndi ekki einu sinni leifa sultuhundi að heyra slík leiðindi. En stundum koma kynlífslýsingar í þessu og þá er það lesið upphátt fyrir skipsfélagana við góðar undirtektir. Kannski ætti ég að leggja Ísfólkið á hilluna og leggja meira kapp á skrif. Er byrjaður að skrifa nýja glæpasögu eða kominn af stað með nokkurskonar eða hugmynd að fléttu. Er að þreifa mig áfram. Fyrst er að sjá hvað útgefendur segja við því sem ég er búinn að skila til þeirra. Allz ekkert vízt að nokkuð verði gefið út. Þá er það bara þannig.
Eric Clapton & JJ Cale - Sporting Live Blues

Suede - Picnic By The Motorway

Engin ummæli: