blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, maí 08, 2009

Kolvitlausir menn



Ætli Breiðholtið beri ekki nafn með rentu þegar talað er um glæpahverfi því að eitt kvöldið þegar ég var á sjónum og frúin ein heima með litla gaurinn okkar var dinglað heldur frekjulega dyrabjöllunni og barið full hressilega að dyrum. Var gestur þessi maður á miðjum aldri, lufsulegur til fara og slagandi af ölvun. Og vegna þess útgangs og hegðunar var honum ekki hleypt í bæinn. Því fór nú húsfrúin að eldhúsglugganum sem er við hliðina á útidyrunum, kallaði á manninn og spurði hvað hann vildi. Hann vildi að hringt yrði fyrir sig á leigubíl. Jú, jú, það var svosem alveg sjálfsagt og taxinn kom svo skömmu síðar og maðurinn hvarf á braut í taxanum út í myrkrið. Henni fannst þetta samt dálítið óþægilegt.

En nokkrum kvöldum eftir þetta var dyrabjöllunni hringt aftur og með enn verri látum og hurðarbankið eiginlega bara eitthvert helvítis brambolt. Og það var eins og fyrr, öll samskipti höfð í gegn um eldhúsgluggann því að gesturinn að þessu sinni var líkt og gesturinn sem áður hafði komið kvöldum áður, ölvaður eða dópaður en mun sóðalegri til fara og í allastaði æstur og dólgslegur í hegðun. Hann heimtaði að pöntuð yrði fyrir sig pizza en það var að mati konunnar alveg fráleitt mál og vísaði manninum burt en þá brjálaðist helvítis maðurinn eins og ótaminn foli með sígarettuglóð á bellinum og fór að öskra og berja á eldhúsgluggann eins og geðsjúkur öskurapi með úlf í endaþarminum. Fór það svo að hringt var á lögreglu sem kom auðvitað á staðinn þegar helvítis fíflið var horfði á braut.

Þriðji maðurinn bankaði barði að dyrum á íbúðinni við hliðina. Þar sagði konan sem þar á heima svo frá að hún hefði í raun asnast til að opna dyrnar fyrir honum en hann heimtaði að sér yrði gefinn peningur fyrir strætófargjaldi en konan varð ekki við þeirri heimtufrekju og ætlaði að loka á manninn en þá reyndi hann að troðast inn á hana. Hún rétt náði að loka dyrunum en þá fór hann yfir að þarnæstu íbúð og var brjálaður. Löggan náði í þann mannandskota.

Já ég held þið séuð kolvitlausir bara. Andskotans.

Engin ummæli: