blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, maí 27, 2009

Síétandi

Svo keypti Anna svilkona candyflossvél. Alltaf gaman að fara í heimsókn núna og fá sér candyfloss. Ég er nú svo sjúkur í allt sem heitir nammi og sætindi þannig að mér er helzt hollast að sleppa því að kaupa svona vél því að þá enda ég bara sem bólugrafinn og tannlaus offitusjúklingur. Sveiattan ég verð að hætta að éta nammi svona almennt. Það sem er að redda mér frá bogadregnum línum er þrekhjólið, sippubandið og magaævingatækið. Er búinn að þjösnast á þessu dóti síðan um áramót. -----------------------------------------------------------------

En jæja mp3ið að þessu sinni er danskt. Það er semsagt hljómsveit í Danmörku sem heitir M.I.A Lyhne eftir samnefndri leikkonu þar í landi. En hún er einmitt frægust þar fyrir að leika kærustu Frank Kvam í sjónvarpsþáttunum Klovn. En allir hljómsveitarmeðlimir eru einmitt aðdáendur hennar. Svo eftir nokkurt ströggl tókst mér að grafa upp eitt lag með þessari hljómsveit en það heitir bara Mia Lyhne.

Mia Lyhne - Mia Lyhne

Engin ummæli: