blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, apríl 23, 2003

Já mér flaug í hug ein saga sem ég heyrði í den tíð þegar ég var að éta nestið mitt í vinnuni í nótt en þar hámaði ég í mig skyri alveg grimt og galið. Nú en þannig var að gömlu skyrdollurnar voru alltaf með mynd af belju á. En útlendingur nokkur sem var á ferðinni á Íslandi vildi endilega prufa að smakka skyr því að hann hafði heyrt um að skyr væri góð mjólkurafurð sem fengist hvergi nema á Íslandi. Svo spurði hann einn íslending sem hann hitti á förnum vegi og spurði bara hvernig skyrdollurnar væru útlítandi en íslendingurinn var að flýta sér og saggði að dollurnar væru með mynd af belju á. Útlendingurinn rauk strax af stað og fór út í búð og keypti eina dollu og fór með hana á hótelið og hrærði saman með mjólk og át svo að sjálfsögðu alla dósina. Svo hitti útlendingurinn sama íslendinginn aftur seinna á för sinni en Íslendingurinn spurði útlendinginn svo hvernig skyrið habbði smakkast."Hreinn viðbjóður" saggði útlendingurinn og tók hina dolluna sem hann hafði keypt til að leifa fjölskyldu sinni að smakka. "Æ Æ" hugsaði íslendingurinn með sér þegar hann sá að hann hafði keypt júgursmyrs en ekki skyr (umbúðir utan um júgursmyrsl eru líka með belju á) hahahahaha

Engin ummæli: