blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, mars 12, 2005

BÍLAR VESEN OG BRASK

Image hosted by Photobucket.com

Ég er nú búinn að reyna að finna vél í þessa blessuðu Hondu mína í meira en hálft ár en það gengur bara ekki rassgat. Þá var ég að pæla í að hætta við að laga þennan bíl og fá mér hina týpuna sem er jafn flott og algengari. En þannig var að ég hafnaði vél og gírkassa í þannig bíl um daginn vegna þess að þá var ég ekkert farinn að hugsa um að skipta.
Nú drullu sé ég eftir að hafa ekki bara keypt vélina og kassann og orðið mér út um hitt bodýið en að finna þannig body er eiginlega ekki svo mikið vésin. Þó held ég þar sem ég sit hér og pára niður þetta blogg að ég geti á sitthvorum staðnum fundið þetta tvenna bæði vél og body.
Sjáum hvort ég verð heppinn.

Engin ummæli: