blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, mars 24, 2005

PIKKNIKK MEÐ KOKTEILSÓSU

Var í fermingarveislu í dag og var ég auðvitað eins og jarðýta, eins og alltaf þegar kemur að veitingum og flottum hlaðborðum. Held samt að ég hafi étið full mikið, en samt ekki. Samt hélt ég að ég myndi æla öllu vegna ofáts en fór þá bara út og fékk mér frískt loft og þá skánaði þetta allt. Fór ég þá aftur inn og át bara meira.
Allavega fór ekki hjá mér eins og þegar ég var í fermingunni hans Halla forðum þegar ég át og át og át og át Pikknikk í kokteilsósu, fór svo heim í Lauti, ældi öllu gumsinu þar, fór svo aftur í veisluna og hélt bara áfram að éta og éta Pikknikk í kokteilsósu.
Það var fullkomin átröskun.

Engin ummæli: