blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, mars 15, 2005

GEIRFINNUR OG GARNAFLÆKJA

Ég og Ximon vorum að spjalla um daginn og veginn í gær en pædum svo í því hvað hafði virkilega orðið af Geirfinni. En ein sagan var þannig að hann hafði verið dreginn á einhvern afvikinn stað og sprengdur þar í svoleiðis tætlur að stærsta lufsan af honum var ekki nema bara á stærð við kóktappa. Þannig hefur þá hrafninn sjálfsagt komið í góðar þarfir til að láta hann hverfa.

Hvað er þetta með að ljúga í börnin okkar. Td: Ef þú horfir of mikið á sjónvarp verðuru blindur. Ef þú drekkur kaffi hættiru að stækka. Þú færð tölvuveikina ef þú leikur þér of mikið í tölvunni. Svo færðu garnaflækju ef þú ert alltaf að rúlla þér niður brekku.
Þetta er svo vitlaust eitthvað.

Engin ummæli: