blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, mars 22, 2005

MÚSSATASSI

Ýmisleg voru uppátækin þegar maður var krakki, og ýmislegt datt manni í hug að segja þegar maður var krakki. En svo komu ný orð sem maður bjó til eins og orðið pintill, sem ég reyndar komst seinna að að væri getnaðarlimur hvals.
Svo var Gerða frænka að segja mér frá því að ég hafi einhverntímann komið til sín hlaupandi í öngum mínum og sagt að kallinn væri mússatassi. Enginn veit hvaða kall ég var að tala um né heldur hvað mússatassi er. Ég fór í orðabókina og fann ekkert þar. Fór á netið, bæði goggle og altavista en fann ekkert þar. Svo fór ég að prufa að nota þetta undir daglegum kringumstæðum, t.d. "Helvítis mússatassinn" eða "Ætti ég að skipta um dekk með mússatassi" eða "kannski að maður fái sér mússatassi í kvöld". Allir hrista bara hausinn þegar ég nefni mússatassi.
Hafi þið einhverja hugmynd hvað þetta gæti verið ?

Engin ummæli: