Meiri andskotans rugldagurinn. Ég er búinn að eyða deginum að megninu til í tóma vitleysu. Kom litlu sem engu í verk og tíminn leið eins og ég veit ekki hvað. Drakk ég samt dálítið mikið kaffi og fór í heitt bað til að mýkja upp skrokkinn sem ég er annars að drepast í allan daginn. Svo fékk ég mér ágætis búts áðan en það er klaki þeyttur saman við ávexti. Það voru eingöngu bláber í því bútsi sem ég drakk. Hún leynir á sér þessi klakadrulla.


Engin ummæli:
Skrifa ummæli