blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, apríl 21, 2009

Fyrr má nú vera helvítið

Meiri andskotans rugldagurinn. Ég er búinn að eyða deginum að megninu til í tóma vitleysu. Kom litlu sem engu í verk og tíminn leið eins og ég veit ekki hvað. Drakk ég samt dálítið mikið kaffi og fór í heitt bað til að mýkja upp skrokkinn sem ég er annars að drepast í allan daginn. Svo fékk ég mér ágætis búts áðan en það er klaki þeyttur saman við ávexti. Það voru eingöngu bláber í því bútsi sem ég drakk. Hún leynir á sér þessi klakadrulla.

Svo var gerður derringur þarna um árið og tókst vel. En sá gjörningur var framinn af Geira en hann á það til að bregða á leik. Þetta er snilld og þið verðið að hlusta á Derringinn. Hlustiði. Heyriði ekki neitt ?
Geiri - Derringur

Engin ummæli: