Senn fer nú þessu ágæta sumarfríi að ljúka og við tekur gráminn og þunglyndið á sjónum. Hef svo sem ekkert til að úfúðast yfir þannig lagað. Allt er ágætt. Það er einhver skollans draugamynd í sjónvarpinu. Svona þessi típíska vella um fjölskyldu sem flytur í hús og bla bla bla, sama kreddan og draugurinn fer að andskotast alveg znælduvitlaus í húsinu og gerir krakkana í húsinu hrædda og gerir bara allt vitlaust þarna. Tómt rugl. Reyndar þegar ég var tólffjórtán ára sá ég á rúvinu draugamynd frá Svíðþjóð sem gerist í gömlu húsi á Malmö. Ég man lítið eftir einstaka smáatriðum nema hvað að póstkallinn var alltaf að éta banana. En allavega þá sást draugurinn í endanum á myndinni en hann minnti mig frekar á snjókall heldur en draug. Ekkert krípí, bara bull.
-------------------------------


Engin ummæli:
Skrifa ummæli