blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, ágúst 23, 2009

Jamm og jæja

Maður var bara að tussast þetta á lappir um tvöleitið í dag. Helvítis kæruleysi. Við fórum nú nokkur í nótt og úðuðum í okkur menninguna. Það var byrjað á Ráðhúsinu þar sem Mánar og fleiri voru að hamast á hljóðfærunum sínum og á meðan skotið var upp flugeldum var stikað upp að Smiðjustíg til að taka hús á Grand Rokk. Maður hefur sjaldan orðið eins endurnærður eftir aðra eins skemmtun segi ég nú. Ég hafði nú einhverntímann heyrt um þessa hjómsveit Palindrome sem sté fyrst á svið. En mér þóttu þeir fínir enda er söngvaranum þetta í blóð borið. Indælt var svo að heyra í Megasukkinu það sem þeir fóru mest með klúra og skemmtilega söngva. My favorite,Fræbbblarnir, var alveg hápunturinn. Það er alltaf einhver djöfulegur fílingur sem maður kemst í þegar maður heyrir í þeim. Já, paunk-púkinn fer alveg gersamlega af stað í hausnum á mér þegar ég heyri minnst á þetta band.
----------------------------------
Ég hef nú tekið eftir því að það er bara nokkuð góð ofskynjunarsveppaspretta í ár. Bara á blettinum hérna framan við blokkina er alveg hrúgu uppskera. Aldrei prufaði ég sveppina þegar maður var í vitleysunni hér í eina tíð. Aulaháttur. Kannki að maður heiti sjálfum sér því að prufa sveppina ef maður skyldi einhvern tímann detta í það í framtíðinni. Nei maður á ekki að bulla um svona hluti. Það er ekki ábyrg edrúmennska að gera það. Það er nú svo. Jæja það er bezt að fara og hella upp á kaffi og taka fram rúgbrauðið og kindakæfuna.

Engin ummæli: