blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, september 11, 2009

Það er að skella á bræluskítur

Þá er maður kominn á frívakt. Það er því bezt að hripa eitthvað saman hérna áður en ég fer í kojuna. Æi andskotans, frá því að ég skrifaði"Það er því bezt að hripa eitthvað saman hérna áður en ég fer í kojuna" hefur liðið korter og mér ekkert dottið í hug að skrifa. Heilanum dettur bara ekki djaggsitt neitt í hug. Sennilega er ég bara og sifjaður. Ég djöflaðist í tvo tíma úti í regninu við að haka í allan fiskinn sem kom upp með línunni en það eru svosem engin stórátök fyrir vanan manninn. Bezt að dratthalast bara í kojuna og lesa smá fyrir svefninn. Svo hefst morgunvaktin klukkan hálf sjö. En þangað til næst þá skelli ég einum mp3 fæl hér neðan við.

House Of 1000 Corpses - Everybody Scream

Engin ummæli: