blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, september 10, 2009

Blessaður karlinn

Nei nei ég er ekki dauður úr öllum æðum enn. Bara alltaf á sjónum og er lítið að pæla í öðru en vinnuni þegar ég er þar. Nema kannski núna þegar búið er að setja upp netsamband í bátinn. Loksins. Já loksins verður hægt að vera á netinu inní setustofueða inni á messa, vafrandi um netið. En hvað um það. Nú er hann Helgi Hóeseasson dáinn og það verður skrítið að sjá hann ekki framar með skiltin sín á Langholtsveginum. En hann setti sannarlega skemmtilegan svip á bæinn eða ölluheldur Langholtsveginn. Jú einstaka sinnum sá ég hann bregða fyrir í mjódd en þar sá ég hann í fyrsta skipti. "Neih hvað höfum við hér", hugsaði ég þá. Svo var einhver sem sagði mér svo hver þetta væri. "Nú var það skyrmaðurinn",sagði ég þegar ég var sestur upp í strætó. Ég tók eitt sinn mynd af honum þegar ég var á röltinu á Langholtsveginum en spurði þó áður hvort honum væri ekki sama þó að ég smellti af honum einni mynd. "Jú jú, mér hefur alltaf þótt ágætt að vera myndarlegur". Ótrúlegt helvíti að það sé virkilega svona erfitt að fá eigin skýrnarsáttmála ógildan. Ég meina eru ekki sáttmálar á borð við giftingar ekki ógildar oft á ári og jafn vel oft á dag. Þetta er bara rugl og aulaháttur af þeim sem stjórna og valdnýðsla gagnvart fólki.

Engin ummæli: