blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, október 15, 2009

Aumíngjar bara strákar

Ég var nú á ferðinni um borgina í morgun og hafði stillt á FM957 þegar boðið var til keppni í hljóðstofu stöðvarinnar, við stelpur í kraftlyftingum. Sveiflaði ég þá stýrinu í vestur og stímaði á áttina að Eskihlíð, þar sem þessi tiltekna útvarpsstöð er til húsa og keppti við nokkrar stúlkur í armbeygjum, réttstöðulyftu og svo var hamast við að velta peilóderdekki fram og til baka. Það sætir furðu, ég var eini karlmaðurinn sem þorði að mæta og eiginlega mætti án þess að hugsa eða pæla nokkuð í ótta við þessar skjátur. Ég varð hálf hlessa á að enginn annar karlpungur en ég léti sjá sig þarna. Ég er sennilega eini karlinn á landinu sem er ekki hræddur við kraftakonur. Þið eruð bleyður og eymiggjar bara.........

Engin ummæli: