blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, október 07, 2009

Fáviti get ég verið

Mér hefur nú alltaf fundist karlinn í Tunglinu vera eitthvað hálf sorgbitinn og aldrei skilið hvað fólk sé að tala um að hann sé sí hlæjandi. Mér hefur meira að segja alltaf fundist hann vera grenjandi. En svo fór ég að skoða þetta betur og var fyrst að sjá það núna eftir 28 ár og 311 daga að ég leit vitlaust á tunglið. Þá sá ég auðvitað þennan léttgeggjaða og síkáta karl í Tunglinu sem er eins og á fjórða glasi.

Engin ummæli: