blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, október 09, 2009

Á fundi með Geirfinni

Í dag er rok og rigning og eru lausir hlutir fjúkandi út um allt. Dína sem ég var búinn að henda út á tröppur og ætlaði að henda í sorpu í dag var fokin burt þegar ég kom út í morgun og svo var ruslapoki, fullur af plastflöskum strandaður í rokinu utan í bílnum mínum. Heppinn ég. Ég er að spá í að halda veðurfarsdagbók eins og Þórbergur Þórðarson gerði. Sé samt ekki tilgang með því nema bara að halda við einhverri andskotans sérvisku í sjálfum mér. En að öðru. Í nótt dreymdi mig að ég væri á A.A. fundui og sá sem leiddi fundinn var Geirfinnur Einarsson. Það var bara eins og ekkert væri sjálfsagðara, að hann hefði aldrei horfið. Þarna var hann maður á sjötugsaldri. Hann hafði þunnt grátt hár, rauðar og veðurbitnar kinnar en snyrtilegur, í ljósbrúnum ullarfrakka og með grænan silkitrefil um hálsinn. Mér þótti hann bera aldurinn vel. Á fundinn kom svo margt fólk sem ég þekki, bæði úr A.A. samtökunum og líka annarstaðar frá. Svo kláraðist draumurinn áður en fundurinn byrjaði. Annars var sú saga á kreiki á tímabili að Geirfinnur væri á lífi, byggi á Flórída og að hann skoðaði þetta blogg hérna reglulega. Í það minnsta skildi einhver eftir skilaboð í kommentakerfinu reglulega á hans nafni.
-------------------------------
Svo er bara svona mp3-bland í poka. Ekkert sérstakt. Bara svona drasl sem ég náði í svona randomerað á LimeWire. Eitur í eyrun held ég bara.

Dave Wagner - DSSF Storm Trooper Stomp


Kim Larsen - Midt Om Natten


Liferunier - Chernobyll


Balli Di Gruppo - Tacco E Punta

Engin ummæli: