blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, nóvember 03, 2009

Jollysullumdrull og hland


Og núna ku vera komnir danskir dagar í Hagkaup og ég forvitnaðist til að kaupa mér eina flösku af Jolly Cola. "Jæja, Hvernig skyldi nú hið umtalaða Jolly Cola smakkast?". Þetta er nú svona lala kóladrykkur sem ég held að sé með einhverju fjandans sakkaríni, í staðinn fyrir sykur. A.m.k. braggaðist þetta eins og sambland af Bónuskóla og Kókakóla Light, eða mér datt það sambland svona nokkurnvegin í hug þegar ég smakkaði. Svo fyrir stuttu síðan þá gat ég keypt mér Vanilla Coke í sömu verslun. Sé eftir því að hafa ekki byrgt mig upp því að mér þykir vanilla kók obboslega góður drykkur. Jæja en það þýðir ekkert að fara að grenja. Annars er facebook síða fyrir þá sem vilja Vanilla Kók til íslands hér
--------------------------
En að öðru. Ég var eitthvað að leita að srúfjárnasettinu mínu góða upp í skáp og þurfti að róta til í kössum og drasli en rakst þá á þennan geisladisk sem ég hef sennilega verzlað mér í Kolaportinu einhverntímann. Ég man bara ekki hvenær eða ég man bara ekkert hvernig þessi diskur barst mér. Hann er bara eitthvað svo kolaportslegur. Hann var allavega keyptur á 799 krónur. En hér eru tvö lög af þessum disk.


Dottie West - Delta Dawn


Waylon Jennings - Ruby, Don't Take Your Love To Down

Engin ummæli: