Ég fæ morgunnblaðið frítt í einn mánuð. Já einhver kerling hjá mogganum hringdi í mig og bauð mér það. Ég sagði bara já og takk og bless og mér er alveg skítsama þó að Davíð Oddsson sé ritstjóri á blaðinu. Þetta getur sossum verið ágætis blað. Maður á bara ekki að trúa öllu sem stendur í því að allur pólitískur fréttaflutningur á þessum snepli er hlutdrægur þó að annað hafi verið sagt. Maður verður þá bara að láta eins og maður sé að lesa skáldögu svona uppá afþreyinguna að gera. Nú og svo er líka magt annað skemmtilegt en pólitík, eins og stjörnuspár, myndasögur og minningargreinar. Jájájá alveg fullt. Núna er ég er að hugsa um að elda mér kótilettur.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli