blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, mars 19, 2010

....og síðan hoppsa bomm.

Helvítis læti eru þetta. Akkúrat núna eru einhverjir að öskra hver á annan úti á götu. Karl og Kerling. Kerlingin öskrar þó mest og er í annarlegu ástandi. Ætli ég verði ekki að hringja á lögregluna. Jæja en helgin er framundan og eitthvað verður gert. Þó ekki meira en að gera ekkert, éta góðan mat og hanga í heitum potti. Það er alltaf bezt að gera ekki neitt finnst mér. Já ég er letidýr og ég skammast mín ekkert fyrir það. Þó ligg ég ekki í leti lengi í einu nema þó þegar ég tek mér langar letirispur. Ég verð nefnilega vitlaus af því að gera ekkert mjög lengi. Þá er ágætt að tékka á póstinum eða skreppa út í sjoppu og fá sé pylsu eða og velja sér mynd fyrir næstu letitörn. Bækur eru fínar líka en ef ég er í einstaklega miklu letikasti þá nenni ég ekki að lesa. Jæja nú hringi ég á lögregluna.

Leftover Salmon - Baby Hold On

Engin ummæli: