blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, mars 16, 2010

Það birtit til

Jééééé hvað það er pirrandi að horfa á sjónvarpið með bilaða fjarstýringu og þurfa að skipta um sjónvarpsstöð á gamla mátann. Þá sjaldan sem ég nenni að horfa á kassann. En jæja, núna er vorið á næsta leiti, maður finnur það. Ég held nú samt að það eigi eftir að koma eitt allsvakalegt snjóprump svona fænalí. Allavega þá verður kannski hægt að skreppa á veiðar eftir einn og hálfan mánuð. Ég skrapp nú reyndar upp að Reynisvatni í gær að gamni mínu og hitti þar menn sem veitt höfðu nokkra silunga. Þetta er bara svo mikið helvítis óæti svona um hávetur. Ég nennti ekki í geymsluna eftir veiðistönginni enda á þetta ekki við á þessum tíma ársins. En það er að birta til á þessu grjótskeri og það er gott lyf á tilvistarkreppuna.
----------------------------------------
Músíkmúsíkmúsíkmúsíkmúsíkmúsíkmúsíkmúsík
Death Cab For Cutie - Stable Song

Engin ummæli: