-----------------------
Pönk er pönk. Ef þú fílar pönk þá ertu pönkari. Reyndar, maður er ekki alvöru pönkari nema að hafa verið til á pönktímabilinu og fílað pönkið þá. Uh.... ég var til á þessum tíma en þá var ég slefandi og drullandi í bleiur og að berjast við að læra að standa í lappirnar og ganga. Að vísu voru frænkur mínar sem bjuggu heima hjá mér alltaf að spila pönkið svo að það er sennilega með því fyrsta sem ég heyrði. Það voru mest Grýlurnar og Egó og mér fannst gaman að hlusta á það sem þær voru að spila, anginn að tarna. Svo var það Rokk í Reykjavík platan sem varð eihverra hluta eftir þegar þær fóru og ég var alltaf að hlusta á hana. Stóribró átti svo Tappa Tíkarrass plötu. Lagið hér að neðan er svona alvöru pönklag og með þessum líka úrvals hype-ending. Hlustið bara.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli