blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, júlí 02, 2010

Gleðilegt rok

Það er búið að rigna í allan dag og mér skilst að það eigi líka að rigna á morgun. Það eru voða margir sem eiga erfitt með að hemja eigin skapgerð þegar hann byrjar að rigna. Þeir verða þungyndir og leggjast upp í bæli. Mér leiðist hinsvegar rok. Aldrei hægt að gera neitt af viti úti ef það er rok. Ég hata þegar ég er að veiða og það byrjar allt í einu að rjúka úr einhverri áttinni eins og karmalöggan hafi séð til mín við ánna eða vatnið að veiða. Djöfull hata ég það. Mér þykir í sjálfu sér ágætt að fá dembur. Það yrði nú ljótan ef það ringdi aldrei. En lognið er samt alltaf best, gildir einu hvort það er hiti eða grimmdar djöfulsins frozt. Þá er lognið alltaf best og fínt að það rigni dáldið líka í logninu. Helzt þá ef ég er einhverstaðar í grenndinni að renna fyrir fisk. Þið getið svo dillað ykkur við þessi lög ef sólin fer að skína aftur.
Vonandi gerir hún það bráðum.

Gupo Voz De Mando - A Los Amogos


Márcio Faraco - Feitiço Da Vila

Engin ummæli: