blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, júlí 14, 2010

Draugagangur

Draugasetrið er magnað. Fullt af draugum og djöfulgangi. Draugarnir eru alltaf skemmtilegir, þ.e.a.s. ef þeir eru ekki mikið í því að ráðast á fólk eins og Glámur eða Miklabæjar-Solveig. Þorgeirsboli lét líka eins og andskotinn á sínum tíma og hefi ég heyrt sögur af því að hann hafi látið gera vart við sig í nútímanum. Einnig hefur kona sem ég þekki orðið vör við Mývatnsskottu. Það var ákaflega magnað atvik sem ég má ekki greina frá nánar. Þorgeirsboli var magnaður. Hann fylgdi mönnum oft eftir og gerði þeim skráveifur sem hann lenti upp á kant við. Eitt sinn las ég sögu úr sveit nokkurri að drengur einn hefði um sumar farið að úti húsum og ætlað að stinga út taði og séð þar inni rauðan kálf standa í einni krónni. Gerði hann föður sínum viðvart en var þá kálfurinn horfinn úr húsi þegar að var góð. Skömmu seinna bar gest að garði sem sagt var að Þorgeirsboli fylgdi og gerði vart við sig á undan.

Engin ummæli: