blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, júlí 24, 2010

Gefur hraustlegt útlit og bætir meltinguna


Jahérnahér. Ég var að horfa á þessar þrjár sem fást fyrir skít og kanil í Bónus. Þetta eru nokkuð skítsæmilegar hryllingsmyndir dáldið í anda Saw og hafa það sameiginlegt að fórnarlömbin eru föst inn í húsi vegna geranda sinna. Þetta eru ljótar myndir og í þeim eru fórnarlömbin virkilega látin hafa það. ýmsa brjálsemi gefur á að líta svosem kerlingu sem vill hafa blokkina sína(sem er auð vegna óíbúðarhæfis) fulla af fólki og rænir þá bara fólki til að hafa þar inni. Svo er það maðurinn sem nýtur þess að drepa og pynta og svo eru það sombíar. Það góða við þetta er að það er ekkert allt er gott sem endar vel kjaftæði í þessu. Minnir mig stundum á dönsku hryllingsmyndina Sideste time sem er um krakka sem lokast inn í skólanum sínum ásamt brjálæðingi sem hefur það markmið að kála þeim öllum með tölu. Mig hefur stundum sinnum dreymt að ég sé lentur í einhverjum svona leiðindaaðstæðum þar sem allar útidyr eru læstar og inni gengur brjálæðingur lausum hala. Oftar en ekki tekst mér nú samt að komast út eða ganga frá helvítinu áður en hann stútar mér. Aldrei verð ég samt jafn fegin og þegar ég loksins vakna.
-------------------------------------
Og svo er það músík. Það er alltaf gaman þegar hljómsveitir gera myndbönd uppá þaki. Hér sjást nokkrir góðir Akureyringar á þaki Brekkuskóla taka lagið.

Engin ummæli: