blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, júlí 09, 2006

Helvítis Troll Drazl

Jahérna. Núna er dallurinn sem ég er á kominn í sumarstopp og verður ekkert róið á honum fyrr en í ágúst. Það er auðvitað gott og blessað en ég réði mig nú samt á togara í millitíðini. Var að koma heim eftir fyrsta túrinn og ég verð að segja að þetta er það mesta helvíti sem ég þekki. Ekki nóg með það að þetta sé endalaus netavinna heldur er ekki hægt að fá að hafa frívaktirnar í friði. Sjálf vaktin er 12 tímar og frívaktin er 6 en svo þegar mikið er að fiskast þá lendir maður í að þurfa að standa frívaktina og svo aftur 12 tímana. Ég get svo svarið það ég var farinn að sjá ofsjónir og tala við púka, ég var orðinn svo þreyttur. En maður fær víst borgað fyrir að þjást svona.

Engin ummæli: