blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, júlí 23, 2006

Veðurfregnir og Melludólgar

Photobucket - Video and Image Hosting

Jæja, þá er komin nótt og klukkan að nálgast þrjú. Ég er hérna búinn að sötra kaffi og spjalla við Þorberg frænda minn í dálítinn tíma. Mjög athyglisverðar samræður þar. Annars er þetta búinn að vera stórgóður dagur. Ég mætti á hitting okkar systkina, en við Brynki, Hulda, Loffi og Auður fórum á Stælinn á átum íbitinn hamborgara og affengið kjúklingasalat. Reyndar mætti ég Hyrti, Jóhönnu og Tönju Sól þar innandyra líka. Það var gaman. Ennu svo fórum við systkinin í keilu á eftir matnum.

Snúður leit við hjá mér í dag. Hann var að varpa fram hugmyndum um að gerast melludólgur. Vildi ólmur fá mig í mellubissnes með sér en ég lét ekki til segjast. Einhver manndjöfull í Nígeríu ætlar að senda honum 6 mellur til landsins gegn fyrirframgreiðslu. Já þær verða bara 6 til að byrja með en þegar svo Snúður stækkar við sig í melludæminu og eykur bissnesinn við nígeríugaurinn munu þær verða fleiri. Hann er búinn að fá gott húsnæði undir þetta á Suðurlandsbraut.

Svo vil ég sýna ykkur sem ekki hafa séð, veðursíðuna frá Holtakoti. Hægt er að taka púlsinn af veðrinu í Þingeyjarsveit hvenær sem er alla 24 tíma sólarhringsins. Allt árið um kring.
Athyglisvert.

Engin ummæli: