blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, maí 22, 2007

Svindl

Enn og aftur eru afleiðingar kvótaskrattans að gera vart við sig. Sala á aðal atvinnu uppistöðu Flateyringa, Kambur, hefur gert um 120 manns sem starfa hjá fyrirtækinu, 65 í landvinnslu og um 55 við útgerð fimm báta, atvinnulaus.
Þetta sýnir bara hvað kvótakerfið, eins og það er í dag er ógeðslega óvægið og ömurlegt batterý. En að vera sjávarútvegsráðherra og leifa framsal á kvótanum og græða svo á tá og fintgri eins og Halldór Ásgrímsson gerði forðum er auðvitað ekkert slor. Skítt með landsbyggðina. Jæja, hann fer þá bara til helvítis.

Shit hvað þolið er ekki neitt hjá mér. Ég labbaði austur í sjoppu sem er um 1 km fjarlægð frá heimili mínu. Labbaði ég rösklega og var búinn í löppunum og kominn með kulverk niður kok þegar ég var kominn heim aftur. Maður er bara orðinn algjör silakeppur. Held að það sé sjómennskan sem er að fara svona með mann. Það er voða auðvelt að missa stjórn á þyngdinni og tapa þoli ef maður er á sjó. Annars reyni ég að passa mig hvað þyngdina varðar. Ég geri magaæfingar og armbeygjur. Lyfti ég líka lóðum. Held samt að óþolið og ístrusöfnunin hafi uppruna sinn að rekja þegar ég tók bílpróf. Áður notaði ég strætó og labbaði mikið á milli staða. Daglega þvældist maður um miðbæinn í Reykjavík þar sem maður vann og stundaði margan félagskapinn. Þá var mikið um labb. Þá gat ég líka hlaupið langar vegalengdir.
Þarf að laga þetta.

Engin ummæli: