blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, maí 16, 2007

Það held ég nú, á þessum ljómandi vordögum.

Jæja. Nú þykist ég aldeilis vera búinn að standa mig. Er ég búinn að vera með skipsfélögunum á endurmenntunarnámskeiði hjá slysavarnarskóla sjómanna. Í gær var farið í flotbúninga og hamast í höfninni í Kebblavík með þara og mannaskít fljótandi um allt í kringum okkur. Svo í dag var haldið bruna og reykköfunar námskeið. Notaðir voru nokkrir stríðsfangar úr Quantanamo fangelsinu til æfinga með eld á fólki.

Svo var ég að fá sent frá Tyrklandi, bol, hálsfesti og þrjú bindi. Ég ætla svo skarta þessu öllu með þeirri vitneskju um að allt þetta hafi verið framleitt í þrælavinnubúðum. Ég fíla það. Annars líkar mér vel að vera með bindi. Ég á ný jakkaföt sem ég keypti mér í U.S.A. og þá er bindi alveg nauðsinlegt að hafa með. Mér var líka sagt það um dagin að það færi mér vel að vera með bindi.

Svo ætla ég að reyna að klára Ofvitann eftir Þórberg. Er ég búinn að skemta mér mikið með bókina í kojuni. Er þess vegna að spá í að lesa fleiri bókmenntir eftir Þórberg.
Hvað finnst ykkur. Mælið þið með einhverju spes til að lesa. Ég er opinn fyrir öllu.

Já og þess ber að minnast að í dag eru 8 ár liðin síðan ég sagði skilið við áfengi og aðra vímugjafa. Nokkuð hress með það bara.

Engin ummæli: