blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, maí 15, 2007

Bjánapólitík

Ég veit það ekki. En ef Sjálfstæðisflokkur myndar stjórn með Framsókn aftur, tel ég að kjósendur landsins hafi verið sviknir. Við töluðum okkar máli síðasta laugardag. Framsókn á ekki að vera í ríkisstjórn. Það er alveg klárt. Æi þetta eru svikarar allt saman. Framsóknarflokkurinn er bara allra síðasta sortin. Reyndar þá verð ég að lýsa hrifningu minni á kjósendum sjálfstæðisflokk, fyrir að strika út Árna Johnsen og Björn Bjarnason. Sést bara að fólk vill hvorki hafa þjófa né ófríða einstaklinga á þingi. Það er skiljanlegt.
Núna er Las Vegas í sjónvarpinu. Ég ætla að horfa á þáttinn og fara svo á rúntinn. Skrepp vanalega einhvern hring svona á kvöldin. Það róar taugarnar. Því þarf ég ævinlega að vera svona trekktur. Urrrrrr

Engin ummæli: