blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, september 30, 2007

Akureyri og prentarinn

Núna er komið fram á rauða nótt. Harrisson Ford er í sjónvarpinu. Alveg er ég skítþreyttur. Sjitt. Ég fer alltaf að hugsa voða mikið þegar ég er sifjaður. Ég sakna Akureyrar dálítið. Þegar ég var á þvælingi norðanlands um daginn kom ég inn í húsið sem ég bjó í á Akureyri. Það var voða skrítið að koma svona inn í hús sem maður einhvernveginn millilenti í stutt tímabil á lífsleiðinni. Það var stutttur tími en svo rosalega eftirminnilegur. Svo var maður meira og minna stjarfur af ölvun allan tímann. Ég var jú atvinnu laus. Þá var stundum ekkert þarfara að gera en að hella sig á rassgatið. En Akureyri er sérstakur staður. Alltaf voða gaman að koma í þennan miðbæ þó að það sé alltaf sama liðið þar. Unglingarnir á Nætursölunni, Möri að tína dósir og Hans með skúffukjaftinn niður á sköflunga. Svo má ekki gleima Kalla prent. Hann setur sinn svip á bæinn. Maður lenti stundum í honum. Þurfa að standa og hlusta á hann röfla. Þó talaði ég einu sinni við hann þegar hann var ófullur. Þetta virðist vera ágætis kall. En það fer ekkert sérlega vel í hann að drekka vín
Lítið á Kalla.

Engin ummæli: