blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, september 15, 2007

Nei-U bíðið við....

Úti á sjó Ipodinn er alveg brínasta nauðsyn, úti á dekki. Sérstaklega þegar ekkert er í útvarpinu nema rás 2 og gufan. Djöfull getur maður orðið þreittur á þessum sömu þáttum ALLTAF. Óli Palli og Guðni Már og síðdegisútvarpið og ekki nenni ég að hlusta á samfélagið í nærmynd eða miðdegistónleika á gufuni. Stundum er þetta orðið þannig að Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni verður hreinasti munaður, svei mér þá.
En ég hef hreinlega ekki verið í gírnum undanfarið misseri. Búinn að vera í þunglindi og verkkvíða úti á sjó. Mikil tilvistarkreppa þar. Enda tilveran oft hálf snauð úti á ballar hafi. Maður reynir þó að notast við gerfihnattarsjónvarpið og hræra í tölvuni. Fer bráðum að klára söguna sem ég er búinn að skrifa í áföngum síðustu tvö árin. Hef tekið svona rispur í þessu.
Ég ætla svo að fara að koma með viðbjóð mánaðarins aftur. Það var liður sem átti að vera í hverjum mánuði en það datt eitthvað uppfyrir. Er kominn með nokkur atriði til að setja inn.
Núna ætla ég að reyna að tjatta eitthvað við Pálma skipsfélaga minn. Vita hvernig hann hefur það kallinn. Pálmi er ágætur. Á það til að stökkva upp á nef sér og vera með hreyting þegar leikar standa sem hæst. Eru það ekki ekta sjómenn. Hann yrkir líka skemtilegar vísur. Allavega hef ég lært það að í flestum skipum er setninginn "haltu kjafti" með þeim fjölnotuðustu. Á eftir koma svo orðin skíthaus, djöfullinn, helvítis og fleira í þeim dúr. Það sem skiftir mestu máli er að mannskapurinn sé góður þá fiska menn meira.
Ég er ekki frá því að tilveran hafi skánað töluvert við að blogga smá.

Fyrir alla muni. Heimtum Randver Þorláksson aftur í Spaugstofuna <------- undiskriftarlisti

Engin ummæli: