blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, september 21, 2007

Magnað helvíti

Jæja, dópið sem ætlað var börnunum okkar náðist. Gott mál segi ég. Þá ekki að láta börn hafa eitur. Ekki öðru fólki heldur. Það magnaða við þetta er að við mættum skútunni úti á sjó. Klesstum næstum því á þessa skútukarla. Ef maður hefði vitað hvað og hverskyns gengi væri þarna um borð. Jahh ætli maður hefði ekki boðist til að leysa skipstjórann af í kaffi og siglt svo helvítin niður á meðan. Nóg um það.

Núna var ég að fá í hendur eintak af bókinni Byggðir og bú suður-Þingeyinga 1960. Var búinn að bíða lengi eftir henni reiknaði ekki með því að hún kæmi á fornbókasöluna. Hafði ég verið á höttunum eftir eintaki nokkurn tíma en svo var heppnin með mér eitt skifti á ævinni. En samt, helvítis fornbókasalinn þurfti auðvitað að vera með okur. (Helvítiðitt þarna fornbókasali). ég prúttaði samt á móti. Ég er líka ánægður með að eiga eintak af þessu. Ég á að sjálfsögðu 1985 bókina og svo er bara að fjárfesta bráðum í 2005 útgáfunni og þá er serían komin.

Engin ummæli: