blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, september 28, 2007

Alltaf sami grjótkastarinn

Fór með bílinn á verkstæði áðan til framrúðuskipta. Fékk á mig grjótkast þegar ég var á ferðinni fyrir norðan í fyrradag. Helvítis rassgat. Er þetta annar grjótkastarinn sem ég mæti á stuttum tíma. Sá fyrri maskaði fyrir mér öðru framljósinu. Ásgrímur á Hafralæk kom með þá kenningu að þetta hefði ekki verið steinn heldur að einhver hafi heldur verið að reyna að skjóta mig. Maður veit aldrei hvað fólki dettur í hug að gera. Annars datt mér í hug að selja bílinn og fá mér eitthvað annað nýrra. Sjáum til.
Ég verð að nota aðra gerð af klósettpappír. Mig svíður agalega í rassgatið eftir þetta grófa drasl sem ég keypti í gær.

Engin ummæli: