blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, janúar 01, 2003

Bahh…djöfull var þetta sterkt kaffi sem ég var að skella í mig. Buhh.. ég fæ fokking klígju maður. Ég er samt ný búinn að læra að fá mér rjóma út í kaffið en það er mjög gott. Þetta var bara svo mikið blek sem ég hellti uppá þarna áðan að maður endar með því að fá bullandi ræpu og ég veit ekki hvað og hvað. Ég er sossum ekki með neina sérvisku um það hvernig ég drekk kaffið. Það fer bara eftir stemminguni hverju sinni. Stundum drekk ég það svart. Stundum svart með sykri eða bara mola. Stundum með mikilli mjólk og miklum sykri. Svo er það líka bara breytilegt hvort ég fæ mér mjólk, rjóma eða undanrennu út í það. Eins og ég segi þá fer þetta bara eftir stemmingunni hverju sinni. En nú segi ég, gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Hehe.. skaubið var bara helvíti seigt maður. Þeir náðu Gunnari Birgis alveg snilldar vel."Svalt að búa í kópavogi". Hahh..já ég bý í Kópavogi. En, æi ég er hálf feginn að gamla árið sé að baki því að mér fannst þetta hálf leiðinlegt ár. Já ég held að ég geti bara fullyrt það að ég sjái bara ekkert eftir gamla árinu. Ég fór ekkert norður á árinu en þar búa 98% allir vinir mínir. Og svo var ég að berjast í bökkum með að borga upp mesta skuldar súpuna(það er kannski kosturinn við þetta ár) en það er allt að koma heim og saman. Ennnnnnnnn hvað sem því líður þá fer hún öll að byrja aftur þessi sama tóma vitleysa. Klára jólafríið, fara að vinna aftur eins og skepna, fara í páskafrí, vinna aftur eins og mother fucker, og fara þá í sumar frí og svo að vinna enn meira og fara í jólafrí aftur. Uzzzzzzzzz væri ekki bara best að reyna að fá lottóvinning og hætta að vinna og fara í skóla, eða þá að hafa það bara fínt heima og gera helst ekki rassgat. Það væri kannsi skárra í stað þess að liggja í leti að fara í einhvern bissness. Stofna iðnaðar fyrirtæki og dreifa verksmiðjum um landsbyggðirnar, til þess að bjarga þorpunim úti á landi sem að eru að drepast úr kvótaleysi. Ég nefni t.d smokka verksmiðju í Bíldudal, dollugerð á Eskifirði eða bara blómapotta veksmijðu á Hofsósi. Nei ég meina það er hægt að gera allan djöfulinn til að bjarga landsbyggðinni ef maður á bara nóg af peningum. Ég á svo mikið af hugmyndum að ég gæti drullað. En ég á ekki eins mikið að peningum og ég á af hugmyndum og það er ókostur. Það væri kannski hægt að stofna einhver samtök til þess að bjarga landsbyggðinni. Eitthvað svopað og friður 2000. ná að hala inn heilu milljörðunum með fjárframlögum eins og Ástþór nær að gera. Láta átakið kannski heita"Landsbyggð 5000" eða eitthvað álíka sniðugt. Æi ég nenni ekki að vera að rugla svona bull. Já svona..hobb hobb.

Engin ummæli: