blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, janúar 08, 2003

Nú nú.. ég verð víst að játa að ég er búinn að vera alveg húðlatur undanfarið og hef ekki verið að nenna þessu bloggstandi. Sorrý maður ég lofa að gera þetta aldrei aftur. Ég var að koma heim og saman nýja "rx-3.future 2.83 faxtækinu mínu sem gerir manni kleift að fá fax úr framtíðinni. Ég þurfti að beita öllum mínum samböndum og fólskubrögðum til þess að komast yfir gripinn og er bara ný búinn að tengja og gera klárt og viti menn, ég fékk strax fax frá árinu 2076 frá sonar syni mínum. Hann sendi mér smá úr afrit ævisögu minni sem verður gefin út árið 2074. Hann vildi ekki senda mér neinn kafla úr bókinni því að það gæti verið skaðlegt fyrir mann að vita of mikið um eigin framtíð. Hann sendi mér samt efnisyfirlitið þar sem kaflanir heita:

Landasalan og gróðinn mikli.
Handrukkanir og spillingar.
Ég upplýsti Geirfinnsmálið.
Hætt í rannsóknarlögregunni eftir tíu ára farsælt starf.
Bjargaði tíu manna áhöfn úr sjáfarháska eftir skotáras í 3. heimsstyrjöldinni.
komst lífs af úr skotbardaga í Alsír.
Slapp lifandi úr mannskæðasta bardaga landgönguliða á 3. heimsstyrjöldinni
Handtekinn af Írökum.
Náði að flýja við illan leik úr úrýmingabúðum Íraka.
Flóttinn úr Írak.
Strandaglópur á Tyrklandi.
Bryti á spænsku millilandaskipi.
Dæmdur ranglega í lífstíðar fangelsi í Marroco fyrir morð.
Braust út úr fangelsi eftir tveggja ára afplánun með því að stúta þremur fangavörðum.
Komst heim til Íslands með hjálp nokkura skipsfélaga.
Staðið að opnun fyrsta löglega spilavítinu á Íslandi.
Spilavítið brennur til kaldra kola.
Leigubílstjóri á Akureyri.
Sambón, bónstöðva samsteypan stofnuð.
Í góðra vina hópi á norðurlandi.
Áhyggjulaus ævikvöld í Reykjadalnum.

Ég skal svo nauða í drengnum um að láta af hendi eins og svona tvo-þrjá kafla úr bókinni.

Hehe..Ég er búinn að downloada nokkrum þáttum með Pat & Mat eða það sem þeir heita á Íslensku Klaufabárðarnir. Ég horfði á nokkra þætti og hélt að ég myndi slasast af hlátri. Miðað við gamla þættti eða þætti sem voru framleiddir 1979-1984, er þetta alveg snilldarlega vel gerð og vönduð framleiðsla. Ég meina engar tölvur og engin svona almennileg tól og tæki til að nota við þetta. Örugglega brjáluð vinna að gera þetta. Svo og hugmyndar flugið maður. Þvílík og önnur eins vitleysa og kverkaskítur af hugmyndar flugi, já já já já já já haaaa. Ennnnn hvað sem því líður er ég ekki lengur í jóla fríi og farinn að vinna aftur hjá Granda. Sussssss… ég er búinn að vera í jólafríi frá því á 18. des. og var að byrja á mánudaginn var. Það er skömm af þessari leti.
Við vorum nokkur sett á fiskvinnslunámskeið og verðum á því út þessa viku. Það er sossum fínt að sitja á þessu námskeiði uppi í fundarherbergi í stað þess að þreyja þorrann þarna niðri í vinnslunni. Það er alveg gott. Fínt að verða sér út um einhver starfs réttindi og svoleiðis. Annars held ég að maður sé nú fær um flesta vinnu svona almennt. Ég er búinn að vinna við allan andskotan. Tja tildæmis kexbakstur, pizzusendill, hellulagnir, unnið á lyftara, Kjötiðn, slátrun, tryggingasölu, vöruhúsavinnu, Garðyrkjustörf og síðast en ekki síst í fiski. Já ég á svo eftir að prufa að vinna á sjó og flutninga akstur og svo er aðal ævi atvinna mín alls óráðin. Það verður að koma í ljós. Kannski enda ég sem feitur og sveittur flutningabílsstjóri með smáan hvirfilskalla og flösu. Hver veit? Nei ég veit varla hvernig það endi þannig. Ég verð örugglega ríkur hlutabréfa kóngur eða forstjóri hjá Heimsgenum árið 2025. þá verð ég hin nýi Kári Stefánsson þess tíma. Vonandi ekki eins grámyglulegur eða geðillskulegur. Nei ég ætla að vera glaðlegur brosmildur, faðma heiminn og elska meðbræður mína. Annars segir þetta afrit úr ævisögunni minni sitt um framtíð mína. En talandi um að vera sveittur það var ég að vinna í tryggingunum með einum manni sem svitnaði eins og ég veit ekki hvað. Það var svo svita lyktin af honum að það var ekki verandi nærri honum maður. Svo fór ég einu sinni í kringluna með honum að bjóða fólki tryggingar og þá þurfti ég að standa við hliðina á honum í hans þunga lofti. Þegar maður var svo að tala við fólkið kom það svona út: Já góðan daginn "hóst" ég er hérna að bjóða trygg"hóst" tryggingar, fyrirgefðu. Þetta eru lífeyrissparnaðir hjá Sun"hóst"Sunlife en þeir bjóða"hóst"prósent..nei sorrý 12 prósent "hóst" ávöxtun (og svo fr.) Sem endaði með því að fólk hristi bara hausinn og fór. sumir héldu að þetta væri falin myndavél en einn kallinn sagði bara: Djöfulsins fíflaskapur er þetta. Og svo fór hann bara. Nú er ég hættur að ruga. Bæ.

Engin ummæli: