blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, janúar 31, 2003

Nú eins og lesendur hafa máski tekið eftir hafa skrif mín legið niðri um nokkurt skeið.
En nú það var allt sökum netleysis eða bilana í mínu a dé ess elli svo að ég hringdi í Íslandssíma og jós yfir þeim skömmun og hótaði þeim öllu misjöfnu ef þetta yrði ekki komið í lag, ekki seinna en í gær. Nú en lítið hefur á mína daga drifið. Bara þetta sama. Vinna eins og djöfullinn og sofa svo í 2 kl. og halda svo áfram að vinna. En ég fer í Slysavarnarskóla sjómanna þann tínumda febrúar og hlakka mikið til þess. Það er kennt manni skyndihjálp, Reykköfun, Viðbrögð slysa úti á sjó og svo er manni sparkað út úr þyrlu í mikilliri hæð og gerðar allskonar svona tilraunir með mann. En sum sé þá gefur þetta manni meira forskot á að komast á sjóinn og svo er líka bara gott að hafa þessa kunnáttu
Jahh.. Skohh.. Búinn að fá faxaðan einn kafla úr framtíðinni. Kafli úr ævisögunni minni sem verður gefin út 2074 og heitir kaflinn"Flóttinn úr útrýmingunar búðum Íraka", og er svo hljóðandi: Ég sat kvöld eitt, inní krónni með hinum föngunum í í einni hrúgu og horfði á frakka klæddan vörðinn ganga fram og aftur fyrir framan okkur með vélbyssuna í hendinni. Ég hugsaði til þess með hryllingi að fljótlega yrði ég tekinn af lífi og ef ég yrði óheppinn yrði ég pyntaður rækilega á undan. Skyndilega gerðist svo það undur að að einn samfanga minna fékk flogakast. Hné niður og froðufelldi. Vörðurinn brást illur við og öskraði einhver arabísk blótsyrði á manninn og sparkaði í hann. En fyrir tilviljun sat Zretan Tarjovic sem var Júgóslavneskur samfangi minn alveg við lappirnar á verðinum. Hann gaf mér merki með augnaráðinu um að nú skyldi tekið til hendinni og reynt að strjúka úr útrýmingarbúðunum. Hann krækti fótum sínum um fætur varðarins og kippti þeim undan honum þannig að hann féll í gólfið. Um leið tók ég heljar stökk 2 metra upp í loftið og lenti með vinstri mjöðminni, með fullum þunga á smettinu á honum. Þannig að hann lá stein rotaður. Zretan tók svo rýting sem vörðurinn var með innan klæða og skar hann á háls Zretan fór svo í búninginn af verðinum og gengum við svo tveir einir (Því að við virtumst vera þeir einu sem höfðu kjark í þetta). út en á vegi okkar varð annar vörður. Við gerðum okkur þann leikara skap þar sem að Zretan var í búning að hann þóttist vera vörðurinn sálugui að misþyrma einum fanganna. Þá kom hinn vörðurinn og ætlaði aðeins að fá að leika sér líka en þegar hann var kominn nógu nálægt okkur stökk ég á hann og hálsbraut hann. Ég fór svo í búninginn hans sem var full þröngur á mig en ég let mig hafa það. Við löbbuðum rólega út af fangasvæðinu og gengum í átt að skemmu einni sem var þarna rétt hjá. Við vorum alveg á glóðum af því að það var allt fullt af vörðum allstaðar. Í algerri lukku var þetta geimsla fyrir Herjeppa og svoleiðis dóterí en við gerðumst snöggir, skelltum okkur uppí einn herjeppann og settum í gang. Sem betur fer voru lyklarnir í jeppanum svo að þetta var ekkert mál. Við vorum sumsé komnir með jéppa og sína hvora vélbyssuna og eitthvað af skotum. Og svo vorum við auðvitað klæddir eins og Írakskir hermenn. Zretan opnaði dyrnar á skemmunni en þar skammt frá stóð vörður sem sá hann opna en grunaði okkur um eitthvað gruggugt. Um leið og Zretan var sestur uppí jeppan kom vörðurinn æðandi inn í skemmuna með látum en þá keyrði ég bara helvítið niður og ók út með látum og vörðinn hálf dauðann á húddinu. Þetta sáu allir hinir verðirnir vitanlega og vissu nú hvar var í gangi svo að upp hófst mikill eltingaleikur. Ég keyrði niður hliðið út af svæðinu en þá mættu okkur tveir verðir fretandi á okkur úr vélbyssum. En Zretan var fædd skytta og náði að freta annan dólginn á meðan ég keyrði hinn niður. En þarna vorum við sloppnir en hundeltir af þremur jeppum sem vað voru ekki að spara blýkúlurnar á okkur. En þann fyrsta losuðum við okkur með því að Zretan tók handsprengju sem hann hafði fundið og henti í átt að fremsta jeppanum. Og sjá…hann hitti í jeppann og hann sprakk með látum en við það truflaðist annar jeppinn og keyrði út af veginum. Svo náði annar jéppinn okkur og þegar hann var við hliðina á okkur stukku þrír hermenn yfir til okkar og réðust tveit á Zretan og einn á mig og reyndi að stoppa jeppann. Zretan náði fljótt að berja annan kallinn af jeppanum og slóst einslega við hinn og á meðan var ég var að bítast á við þann þriðja og reyna að keyra og að reyna að þvinga hinn jeppan af veginum og var það sönnun þess fyrir mig að ekki sé allt þó þrennt sé, vegna þess að í snarræðum náði ég að taka pinnan úr einni handsprengju og stinga oní brókina hjá helvítinu svo að hann einbeitti sér að ná sprengjunni þar úr. Þannig náði ég að sparka honum af bílnum en þegar hann var í loftinu sprakk sprengjan svo að jeppinn varð rauður að hluta og búningurinn minn líka. Jeppin kipptist líka svo hressilega til við kvellinn að hann slengdist á fullum krafti í hinn jeppan sem að þeyttist útaf á siglingunni og sprakk í tætlur. Zretan var enn að slást við síðarsa fíflið en ég stoppaði þá bara jeppan í rólegheitum og þá gengum við bara frá ræflinum í sameiningu. Við fundum svo kort sem sýndi okkur leiðir út úr Írak og tókum við á rás að fara úr landinu um einhvern afskekktan fjallveg og við fundum líka út að við vorum c.a. 150 km frá landamærum Íraks og Tyrklands og að þarna varð að hafa hraðan á. en þetta átti samt eftir að vera okkur erfið og afdrifarík ferð yfir landamærin. Þannið var að allir vegir og sko afskektustu slóðir voru vaktaðar svo að flótta menn kæmust ekki yfir en við tókum þá ákvörðun að láta slag standa. Við vorum búnir að keira jeppan í um það bil 3 klukkutíma þegar við komun að einhverjum gisti skála eða það má kalla það sæluhús. En fyrir utan voru 4 hermenn og létu þeir okkur stoppa. En við Zretan Plöffuðum þá niður á stundinni, stoppuðum svo og leituðum eftir æti og þessháttar þarna á svæðinu. Við vorum nefnilega ekkert, eða mjög lítið búnir að éta í fanga vistuninni hjá þessum djöflum og vorum orðnir heldur slappir eftir öll lætin. Jú við fundum niðursoðinn mat og fórum að háma í okkur og svo hirtum við allan klæðnað sem var þarna á svæðinu því að það eina sem var brúklegt utan á okkur voru of þröngir herbúningarog götóttir skór. En þarna höfðum við fata skipti og héldum áfram. Að þessu sinni keyrði Zretan og ég var með byssuna tilbúna ef á þeyrfti að halda. Samhvæmt öllu vorum við að nálgart landamærin og áttum bara örfáa kílómetra eftir þeðar við komum að einhverjum kofa og hliði. Svo birtist Íraskur hermaður og labbaði inn á vegin og gaf merki um það að við ættum að stoppa en ég herti bara á ferðinni og ók helvítið niður og tók hliðið í leiðinni. En þegar við komum að sjálfum landamærunum biðu okkar sprengjur og opnir byssukjaftar. Nú…þarna rigndi yfir okkur eldi og blýi en fyrir náð og miskun guðs sluppum við í gegn og þykir ótrúleg mildi að við skyldum ekki nást áður en við náðum til Tyrklands.
Jamm og þannig endar þessi kafli. Svona er þetta maður. Bara barsmíðar og læti um mína ævi ha hm.

Engin ummæli: