blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, febrúar 22, 2003

Gott hvöld það er gaman að vera til hérna í þessari veröld. Jamm. Er ekki lífið lotterí? Það hebbði ég sagt. Hahh…Ég var að horfa á djúpulaugina í hvöld (eins vitlaus þáttur og það er nú) ennn það var strákur að velja eina af þremur stelpum. Svo að hann spurði þær allar hvort að þær myndu vilja vinna vinnu sem er leiðinleg og fá hálfa milljón fyrir það á mánuði eða vinna rosalega skemtilegavinnu og nice fyrir 250.000 á mánuði og þær svöruðu svona hinu og þessu um það. En ég nenni nú ekkert að vera að rekja það hér hverju þær svöruðu. Nú en ef ég hebbði verið í þættinum og og einhver stelpa hefði spurt mig svona vitlaust þá hefði ég auðvitað sagst taka leiðinlegu vinnuna fyrir hálfu milluna og gera vinnuna skemtilega ; ). Snjallt, ekki satt. En djöfull er þetta nú annars heimskulegur þáttur maður, ha. þvílíkt og annað eins kjaftæði. Þetta lið sem fér í þetta er svo tilgerðarlegt og er að reyna að sýnart vera eitthvað annað en það er í raun og veru. Djúpalaugin fær þess vegna engar sjörnur frá mér. Húff… það er samt sum sé komin helgi og ég ekkert farinn út að leika. Æi ég veit ekki hverju ég nenni. Varla út að djamma. Niiiii það er ekkert um að vera þarna úti. Það eru líka alveg að koma mánaðarmót svo að það er enginn úti. Ég skrepp sennilega út annað kvöld á rúntin með félögunum. Jú svo kannske skreppur maður í Kolaportið eða á kaffihús eða verð bara heima og skrifa eitthvað. Ég er nú kominn á 11ftu blaðsíðu með uppkast að spennusögu. Ég er alveg að ná að slá botninn í söguna. Svo er aldrei að vita hvort að maður gefur það nokkuð út en maður sér til.(held varla) Ef ég gef það út verður það reifari. Ég hef sagt það áður að ég fékk spennusögu sýki eftir að ég las Mýrina eftir Arnald í fyrra vor og er búinn að lesa allar hans bækur um sögupersónurnar í Mýrinni. Svo las ég aðeins eftir Árna þórarinsson en fílaði hann síður. Hann er ágætur samt, kallinn. En ég er farinn í beddann svo að ég segi góða nótt

Engin ummæli: