blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, febrúar 23, 2003

Sísí fríkar úti. Sísí fríkar úti. hljómar ú geislaspilaranum hjá mér. Helvítis snilld þetta hjá Grýlunum. Já Ragga Gísla er alveg frábær. Hei..! Ég var að horfa á "af fingrum fram" endurtekið á Rúv, þar sem Ómar Ragnarsson var í viðtali. Helvíti gaman af honum. Þetta er örugglega sá albesti sprelligosi sem íslendingar hafa alið fyrr og síðar. Mér finst hann allavega cool. Ég meina það fást örugglega fáir sextugir menn til þess að syngja með Rottweiler. En Ómar gerði það. Helvítis snilld bara, held ég. Mig hefur td alltaf fundist boxið eiga við hann. Það væri kannske ráð að láta Gunnar I. Birgirsson og Ómar, í hringinn. Láta svo Bubba lýsa því þegar Ómar bombar helvítið niður. Já, Það held ég. Ja allavega á Gunnar skilið að vera barinn. Það veit ég. Hann fékk sæti á alþingi í síðustu kosningum og talaði ekki nema samanlagt í kortér allt síðasta árið. Þessi asni er bara að hirða þingmanns kaupið sitt en gerir ekki rassgat á þinginu. Jæja hann má eiga það að hafa lögleitt boxið, helvítis kallinn. Hann fær þá prik fyrir það.
En hvað boxið varðar. Þá var þetta bara nokkuð góð afgreiðsla á Clifford Etienne þarna í gær. Jamm Tyson jarðaði hann á 49 sek."GOTT". Ég hef alltaf haldið með Tyson. Hann er mitt favorít í boxinu. Alveg síðan að hann beit Evander Holyfield í eyrun þarna um árið. Eitt að lokum. Það er alltaf einhver tippalingur sem kallast Maggi að reyna að senda mér tölvuvírusa inn á hotmeilið hjá mér. Maggi ef þú lest þetta þá ætla ég að komast að því hver þú ert og drepa þig. Heiriru það. En nú er ég farinn í vinnuna. Það er næturvakt núna. Bezzzzz

Engin ummæli: