blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, febrúar 19, 2003

Jæja nú er ég að hlusta á Ham og er í tölvunni í góðum fílíng. Nú er bara málið að teyja vel úr skrokknum…svonajá…og hrista sig og skóka dálítið..jamm þetta kemur allt…og hoppa… svona… já..og aftur…fínt. Ahh… ég át þennan pottþétta pottrétt sem mamma gumsaði saman. Helvíti góður, maður. Svo fékk ég mér te á eftir. Það er lítið sem ég er búinn að afreka í kvöld nema liggja í leti og hlusta á músík. Eins og ég segi þá var Ham á fóninum og svo er maður búinn að hringsóla Groove armada og Bubba og einhverju þannig löguðu. Annars er tölvan, vinnan og svebbninn búinn að einkenna líf mitt undanfarin misseri. Æi helvítis puð alltaf. Ég nenni þessu orðið ekki. Er ekki bara best að hætta þessu puði og fara á atvinnuleysisbætur og gera ekki rassgat. Allavega svona um tíma. Nei þá held ég að það sé betra að vinna fyrir sínu. Ég var einusinni atvinnulaus í heila níu mánuði og hundleiddist það. En samt ég er eitthvað hálf orkulaus alltaf og latur.

DRAKK ÉG BRENNIVÍN.
GÉKK UM BÆINN KÁTUR.
GRAÐUR EINS OG SVÍN,
SÝNDI ÉG MITT SLÁTUR
Hehe..þessu dettur manni í hug þegar maður er orkulaus eða latur. Jæja ég er farinn í beddann

Engin ummæli: