blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, febrúar 03, 2003

Ahh…þið verðið að fyrir gefa en ezzið á lyklaborðinu er bilað og nota ég því zetuna í ztaðinn. Þetta er zamt bízna þreytandi að leza þetta zvona en það verður vízt að hafa það. En þezzi helgi var viðburðar znauð og lá ég á beddanum allan zunnudaginn og gerði því ekki razzgat þann daginn. Jú ég fór aðeinz frammúr um kvöldið en fór znemma að zofa. Ég kom nú zamt of zeint í vinnuna, en zýndi þá viðleitni að hringja í vekztjóra símann og láta vita að ég habbði tafizt zmá og kæmi zeint og þá var mér þar með fyrirgefið. Æi ég nenni ekki að skrifa ezzið með zetunni og nota bara essið. Ég var bara að ljúa. En ég og einn vinnu félagi minn fórum svo að tala um svona allskonar afsakanir fyrir að mæta of seint. Hann fór inn í svona tímabil sem flestir fá að kynnast, að mæta alltaf of seint í vinnuna. Alltaf frá fimm mínútum og uppí að mæta hálftíma of seint.(eða þannig þekki ég það).
Hann var búinn að nota allar þessar afsakanir svo oft og mörgu sinnum. s.s. umferðin of mikil, bíllinn bilaði, það sprakk dekkið eða strætó var svo lengi á leiðinni. Svo einn daginn kom hann korteri of seint og verkstjórinn mætti honum þrútinn af reiði og spurði:
- Því kemur þú of seint ?
-Mér var rænt af geimverum í nótt og þeir skiluðu mér ekki fyrr en þetta. Því miður.
Og svo fór hann að vinna og vann þar lengi vel áður en hann hafnaði hjá Granda
Ég man líka að svona afsakanir áttu sér stað í barnaskóla þegar kom að því að skila heimaverkefnum. Þá voru afsakanir á borð við þessar. Ég gleymdi bókinni heima, ég vissi ekki hvernig ég átti að gera þetta, ha.. átti ég að læra þetta heima, Ég átti engan blýant, yddarinn er bilaður, helvítis penninn skrifaði ekki, það tók einhver hálfviti bókina mína og í örvæntingu sagði ég einu sinni að það hefðu komið skæruliðar og hrifsað af mér bókina. Þetta einkenndi helst dönsku verkefnin eða stíla gerðinni. Ohh hvað ég þoldi ekki djöfulsins dönskuna. Þetta er svo leiðinlegt mál að það er alveg dæmalaust. Ég held að ég geti fullyrt það að ég kunni ekki eina heila setningu í dönsku. Jú eitt og eitt orð kannski en ekki heila setningu. Ég meina hver notar dönsku? Hvaða helvítis gagn er af því að nota dönsku? Ef ég á eftir að fara til danmerkur þá nota ég ensku og hef alltaf hugsað það þannig. En ef Danir geta ekki drullu hakkast til að tala við mig á ensku geta þeir bara grjót haldið kjafti. Það væri meira vit í því að leggja niður dönsku kennslu, leggja harðara að krökkunum að læra meiri og betri ensku. Svo má uððitað bara gera Dönsku að valgrein eins og heimilisfræði og smíðar. Það væri vit í því. Eða láta krakkana læra eitthvað alþjóða tungumál á við þýsku. Rússar, Pólverjar og íbúar Eistnasaltsríkjanna kunna margir eða geta flestir hvurjir tjáð sig á þýsku. Nú og svo er Spænska töluð víða um heiminn. Danska er hvergi töluð í heiminum nema í Danmörku og meira að segja er þessi danska sem okkur er kennd (eða var reynt að kenna mér) ekki töluð nema af hluta af Dönum. Danir sem búa á Jótlandi(sem er stærsti partur Danmerkur) tala nefnilega allt öðruvísi dönsku. Æi ég nenni ekkert að pæla í þessum andskota. Mér finnst bara hrein heimska að tyggja í börnin eitthvað tungumál sem er þeim algerlega ónothæft og gagnslaust hananú. En djöfull var mér kalt í vinnuni í dag. Enda frozt yfir öllu hérna. Ég smeyggði mér í ullarsokkana og dauð öfundaði þá sem áttu síðar nærbuxur. Já ég lyfti strax upp símtólinu og bjallaði í Ellingsen og spurði hvað ullarsíðbók kostaði en vældi eins og stungin grís þegar kerlingin í símanum sagði að eitt stykki kostaði um 3500 krónur. Nú þá bað ég um verð á bómullar síðbrók ein ein slíka kostar víst um rúmar 2000 krónur. Mér varð svo á að ég skellit bara á. Þvílíkt og annað eins verð. Ég meina ég get keypt þrennar naríur á 500 kr í Hapauk. Þetta er bara rugl. Jamm það er helvítis vesen að kunna ekki að prjóna. Ég myndi prjóna þetta á mig sjálfur ef ég kynni það. En ég var þarna semsagt í vinnuni í dag að hríslast úr kulda og habbði Peltor hljóðhlífarútvarpið mitt stillt á Rás2 og habbði gaman af þangað til að útvarpsmaðurinn tók uppá þeirri bölvuðu þvælu að setja Leonci á fóninn. Aldrei habbði ég alla mína hunds og kattar tíð hlýtt á söng Leonci. En þetta var alveg ömurlega sungið. Ætlast manneskjan virkilega til þess að fólk kaupi þetta andskotans rusl. Hún má nú sko alveg fara heim til Thailands eða hvaðan sem hún nú er og syngja fyrir sitt fólk þar. Ekkert að vera að trufla fólkið hérna á klakanum með þessari lagleysu. Það er nefnilega hinn mesti óþarfi. En nú er ég að hugsa um að fara að ganga til náða vegna þess að ég er vinnandi maður og þarf kvíld.Bless

Engin ummæli: