blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Ég var með pælingar í sambandi um hið illa og hið góða eðli í okkur mannskepnuni. Jújú rétt er það sem Þórbergur Þórðarson skáld sagði við litla afabarnið sitt,"Allir hafa eitthvað vont og gott í sálinni sinni. Flestir hafa mikið gott og lítið vont og nokkrir hafa mikið vont og lítið gott í sálinni." Þessi barnalega en sára einfalda útskýring er alveg hárrétt hjá Þórbergi. Flest börn hafa e.t.v. prufað að gera sér að leik að afhausa bangsann, kveikja í dúkkuni sinni, sinn kremja flugur, stíga á ánamaðka, slíta allar lappirnar af köngulóm eða pinta jafnvel köttinn sinn dálítið. Þau sjá svo að sér og fara að finna til með þessum tilfinningaverum og laga dúkkuna og bangsan. Meira að segja ég þekki það úr eigin bernsku að láta svona og fá svo samvisku bit yfir þessu öllu saman og fara að skæla. En svo eru til börn sem prufa þetta en fá finna ekkert til með þessum skepnum og mis þyrma dýrum og kviðrista dúkkuna hennar litlusystur. Svo halda þeir áfram á unglins árunum að andskotast, leggja krakka í einelti og þ.h. Slíkir menn verða oft löggur, fangaverðir eða handrukkarar sem lemja konurnar sínar. Í verstu tilfellunum fá svona menn völd og verða einræðisherrar. Þá langar mig að nefna Anté Pavelic sem í skugga seinni heimsstyrjaldarinnar hóf uppreisn í Júgóslavíu og stofnaði á ný Króatíu. Hann var harðstjóri þar og vegna andstöðu sinnar í garð lúthersku kirkjunnar í Serbíu (sem er gamalt lýðveldi og er brot úr Júgóslavíu) hóf hann að myrða þar óbreytta borgara hægri og vinstri. Einnig gekk hann til liðs við Hitler og sendi alla gyðinga sem hann náði, beint í útrímingunarbúðir nasista. Þannig naut hann stuðnings Hitlers í valdaráninu í Króatíu. Nú en suma gyðinga tók hann að sér að drepa sjálfur, svona í greiðasemi fyrir Hitler.
Ég segi þá gyðinga ákaflega heppna sem lentu í útrýmingum Hitlers í staðin fyrir Pavelic. Pavelic var nefnilega að ég tel, haldinn þessu illa sem að sum börnin ná ekki að venja af sér, vegna þess að hann þótti afar brútal í aðferðum sínum. Þá nefni ég aðferð sem hann notaði til deiðingar á Serbum en það var svipað og með kjúklingaslátrun. Öllum var raðað upp og festir í sérstaka bása hlið við hlið og hausinn skorðaður rétt til. Svo var settur í gang hnífur sem skar alla á háls einn í einu alla röðina þannig að menn heyrðu þegar hnífurinn nálgaðist smátt og smátt. Þessa tiltæku hnífategund kallaði Pavelic Srbosek eða á beinni þýðingu Serbaskeri. Svo til að flýta fjöldamorðum á litlum börnum, henti hann þeim lifandi inn í brennsluofna.
Það asnalega við þetta að þegar seinna stríðinu lauk, náði Pavelic að flýja til Spánar, undir verndar væng Franco. Þar eyddi hann þar ævinni sem kaþólskur prestur.