blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, nóvember 30, 2003

Við Ximon vorum sem aldrei fyrr að rifja upp gamladaga, þegar við vorum ennþá í barnaskóla. Þá var það nú ekki neitt neitt þó að kennarinn tuktaði krakkana eitthvað til ef þeir fóru að haga sér illa. En það voru siðir sem lýðast því miður ekki dagin í dag. Er því ábyggilega erfiðara að fá börnin til að gegna í tímum en tíðkast hefur í gegnum tíðina. Eitt skiptip var okkur mjög minnisstætt þegar að einn ónefndur kennari brjálaðist þegar einn skólafélaginn var að ólátast og gekk að honum, hristi hann og kallaði "MANNANDSKOTI" á hann og sagði honum svo að hundskast í sætið sitt. Síðan settist kennarinn rólega niður við borðið sitt og sagði,"Get ég hjálpað einhverjum fleirum." HAHAHAHA þetta er fyndið þó svo að maður hafi orðið svolítið smeykur við hennarann þegar hann var í þessu stuði.HAHAHAHAHA

Svo var það nú einn ágætur kennarinn sem tók í einu bræðiskastinu svona stóra reglustriku til að nota á töfluni og öskraði "hafiði þögn" og lamdi reglustrikunni í borðið svi að hún brotnaði í þrjá parta. Einn parturinn skaust í einn nemandann og þá tók hann bara eitt brotið og setti það í eina skúffuna á borðinu og gekk svo út. Það er ennþá skarð á borðbrúninni eftir þessa athöfn. Þessi kennari var einu sinni að hjálpa mér að læra og hnerraði á borðið svo að það kom stór horslumma á bókina mína. Svo var það einn annar kennarinn sem átti það til að hárreyta krakkana ef þeir fóru full mikinn.
Jæja ætli ég fari nú ekki og fái mér kaffisopa og sæmund og klóri mér jafnvel dálítið í pungnum. Svo ætla ég að fara og horfa á einhverja mynd. Bezz. :)