blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, nóvember 22, 2003

Jæja ég afrekaði það að horfa á gömlu útgáfuna Texas chainsaw massacer. Ég skal segja ykkur það að meiri brútal mynd hefi ég ekki á ævinni litið, nema þegar ég var í stuttmyndagerðinni Splatt film á Laugum en þar í hlut áttu einnig Ximon og Trausti auk fleiri bastarða sem höfðu gaman af stutt mynda gerð.
Í einni myndinni notuðum við eyðibýli. Gamalt steinhús sem málningin var flögnuð af og rúðurnar voru brotnar svo að gamlar gardínurnar flögsuðu draugalega úr þeim. Þar lékum við stráka sem fóru að skoða eyðibýlið en inni í eyðibýlinu var skrímsli eða einhver bastarður í Kraftgalla og með grímu fór að kála þeim einum og einum í rólegheitunum. Til frekari raunveruleika notuðum við kindablóð og kindainnifli sem einn okkar hafði nappað úr heimaslátrun deginum áður.
En nú ætla ég að fara að fá mér í vörina og glápa á vídeó með Kjéllingunni. Bezzzz

Engin ummæli: