blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, júlí 21, 2009

Bjánaháttur

Þetta er nú alveg... Ég fór nú og ætlaði að taka benzín á Fosshóli enda alveg að verða benzínlaus en atburðarrásir og tilviljanir urðu til þess að ég var ekki með pening á kortinu mínu akkúrat það augnablik en á Fosshóli er bara korta sjálfsali. Það var þó bót í máli að það er hægt að kaupa ákveðið innkort inná benzínstöðinni til að nota í sjálfsalann ef maður er bara með kass. En til þess að geta keypt innkort, þarf að borga það með korti. Fífl.

Engin ummæli: